sunnudagur, nóvember 18, 2007

Why does it always rain on me?

Oh, annar spurningalisti! Fann þennan hjá Hrafnhildi og get náttúrulega ekki sleppt því að svara... verst bara hvað það tekur skratti langan tíma, sérstaklega þar sem maður leggur það nú á sig að þýða listana yfir á íslensku og svona... Tek það aftur fram að þýðingin er nú sennilega ekkert ofurgóð og ég tek mér það bessaleyfi að umorða spurningarnar ef ég skil ekki hvað þær þýða á ensku... (er nefnilega ekkert ofurkvendi í enskum orðaforða skal ég ykkur segja!). Hefst þá lesturinn.

---



1. Hvernig var dagurinn hjá þér?

Æh, frekar strembinn, erfiður vinnudagur... Samt ekkert miðað við föstudaginn þegar ég var 14 tíma í vinnunni, kræst!!!

#

2. Í hvaða bíl varstu seinast?

Svei mér ef það hefur ekki hreinlega verið hann Mosi hennar Hildar Evu?

#

3. Lýstu seinasta kossinum sem þú fékkst:

Forvitinn fær ekki að vita

#

4. Lýstu peysunni sem þú ert í:

Svört flíspeysa, er alltaf að frjósa úr kulda.

#

5. Spurning númer fimm, Hrafnhildur, hvar er eiginlega spurning númer fimm???

#

6. Síðasta mynd sem þú horfðir á:

Öhm, annað hvort The Heartbrek Kid í bíó eða Top Gun í sjónvarpinu, man ekki tímaröðina nákvæmlega.

#

7. Hvað er það seinasta sem þú borðaðir?

Royalbúðingur og hrökkbrauð með gulum brauðosti.

#

8. Hvað er það seinasta sem þú drakkst?

Gott ef það var ekki bara vatn? En fyrir utan það, allskonar óhollustu og áfengi í House-warming hjá Veru og Bjarne í gærkvöldi...

#

9. Hvar svafstu í nótt?

Í rúminum mínu kæra kæra.

#

10. Ertu hamingjusöm akkúrat núna?

Jájá, bara svolítið þreytt og þung í skapi í dag...

#

11. Hver svaf seinast í rúminu þínu fyrir utan þig?

Linda aðfaranótt laugardags. Aðrir fengu að gjöra svo vel að dúsa á vindsænginni minni fyrst þeir gátu ekki pantað gistingu hjá mér í tæka tíð ;) Reyndar reyndist smá mál að finna álitlegt gat á sængurdruslunni svo hægt væri að blása hana upp, svo það var auðvitað hringt í Baldvin heima á Íslandi til að leita ráða, enda drengurinn með próf í að blása þessa vindsæng mína upp... sem betur fer var hann á djamminu en ekki sofandi (klukkan var orðin þrjú á dönskum tíma og tvö á íslenskum) og gat því gefið upp leiðbeiningar í gegnum síma. Ég pant splæsa í pumpu.

#

13. Á hvaða safn fórstu seinast?

Ihh, það man ég ekki... Jú, Eksperimentarium með Ma&Pa og litla bró :)

#

14. Hvernig eru augun í þér á litinn?

Blá

#

15. Hver kom seinast í heimsókn?

Minnir að það hafi verið múgur og margmenni hér á bæ föstudagsnóttina...

#

16. Hvað er það sem heillar þig í fari þess sem þú ert skotin í?

Ég er nú ekki vön því að ræða ástarmál mín á opnum vef... sorrí elskurnar mínar!
#
17. Síðasta gjöfin sem þú fékkst:
Tjah, það er spurning! Jú, fékk köku í vinnunni á föstudaginn því ég var svo góð að taka að mér 6 tíma yfirvinnu (ill nauðsyn, garg)... Tel kökuna reyndar frekar vera bónus heldur en gjöf, en jæja... Tek það einnig fram að ég fæ heilan auka frídag einhvern daginn í skiptum fyrir þessa rosalegu vakt!
#
18. Á hvað ertu að hlusta?
Ekki neitt, en er annars að missa mig yfir þessu lagi hér: http://www.youtube.com/watch?v=UDOAWzBArxk
#
19. Ef þú ættir eina ósk akkúrat núna, hver myndi hún vera?
Ætli það væri ekki að missa aukakílóin... Og þó, þau eru næstum því horfin eftir að hafa verið föst á sínum stað síðan 2003 ;) Þannig að aukakílóin eru loksins eiginlega dottin útaf listanum, svo að næsta ósk á eftir það er eitthvað sem ég ætla ekki að skella hingað inn...
#
20. Hvað er uppáhaldslyktin þín?
Puma Jamaica, nota það alltaf!
#
21. Spurning töttögöogeitt, Hrafnhildur mín, hvar er hún eiginlega?
#
22. Hvað varstu að gera um miðnætti í gær?
Nýkomin heim úr matarboði og var að gera mig klára fyrir svefninn.
#
23. Ertu örvhent?
Niks, labba samt eins og örvhent er mér sagt?
#
24. Hvað er í kvöldmatinn í kvöld?
Ég fékk mér nú bara eins og áður segir Ryoalbúðing og hrökkbrauð...
#
25. Hvað er seinasta áfengið sem þú drakkst?
Vodka í kók í gærkvöldi.
#
26. Hvenær er afmælið þitt?
29. júlí (fædd 1987)
#
27. Hverjum sendirðu seinast sms?
Dönskum kunningja
#
28. Spurningu tuttuguogátta er því miður hvergi að finna... hrpmf.
#
29. Hvar verslaðirðu seinast?
Netto baby, eftir vinnu. Keypti þessar líka dýrindisskálar á spottprís svo ég gæti hrært mér búðing og auðvitað mjólk í búðinginn...
#
30. Hvað finnst þér um hárið á þér akkúrat núna?
Akkúrat núna er það bæði skítugt og í taglinu sem ég var með í vinnunni... Kræst. En annars er það nýlitað og fínt, mætti samt vera aðeins síðara :)
#
31. Áttu einhverja dýra skartgripi?
Hmm, nei, eða jú, kannski úrið mitt sem hún Stína afasystir fékk frá Kísiliðjunni forðum daga en það úr hef ég notað daglega síðan 2003. Veit svo sem ekki alveg hvað úrið kostaði á sínum tíma, en er ég þó búin að eyða einhverju í viðgerðarkostnað, því úrsmiðskallarnir segja að þetta sé of flott og dýrt úr til þess að þeir leyfi mér að kaupa nýtt... Glæsilegt úr sko, og svo er nafnið mitt náttúrulega grafið í það og alles ;)
#
32. AIM eða MSN?
Uh, hvað er AIM? En ég segi MSN ;)
#
33. Hvar býr stærsti hluti fjölskyldunnar þinnar?
Á Norðurlandi
#
34. Ertu einkabarn eða áttu systkini?
Ég á þrjá bræður, Einar (1985), Kristinn (1991) og Friðrik (1999).
#
35. Ertu dekruð?
Tjah, veit það nú ekki alveg, en ég kann allaveg að haga mér eins og prinsessa ;)
#
36. Hvað var það fyrsta sem þú hugsaðir þegar þú vaknaðir í morgun?
Bídddu, af hverju hrökk ég upp þótt vekjaraklukkan hringi ekki fyrr en eftir tvær mínútur...?
#
37. Drekkurðu bjór?
Nei helst ekki, nema þegar ég þykist vera kúl... jakk.
#
38. Myspace eða Facebook?
Æi, hvað er eiginlega þetta Facebook, er eitthvað vit í því? En ég á allavega myspace: http://www.myspace.com/annaharaldsdottir
#
39. Áttu T-Mobile?
Hvað í ósköpunum er það?
#
40. Hvað er/var uppáhaldsfagið þitt í skóla? Danska og bókfærsla.
#
41. Hvernig týpu af karlmönnum/kvenmönnum fellurðu yfirleitt fyrir?
Ég fell nú yfirleitt meira fyrir karlmönnunum, en þeir þurfa nottla að vera sætir, flott vaxnir og með flotta rödd...
#
42. Ertu með einhverja dulda hæfileika?
Já, seg þú mér?
#
43. Hefurðu farið í brúðkaup?
Nei, væri samt alveg til í að prófa :)
#
44. Áttu börn?
Jájá, alveg fjögur stykki eða svo! Nei djók, ég á engin börn, bara kóngulær :(
#
45. Fékkstu þér blund í dag?
Nei, tek yfirleitt ekki blund á daginn því þá get ég ekki sofnað á kvöldin...
#
46. Hvað er það versta við MySpace?
Að ég skuli eiga svona fáa vini þar, ha ha.
#
47. Langar þig til þess að verða fræg?
Nei, langar bara í peningana :)
#
48. Ertu að gera marga hluti í einu akkúrat núna?
Nei, er bara að blogga og hugsa um að halda augunum opnum, er doltið þreytt sko.
#
49. Gætir þú höndlað það að vera í hernum?
Nei kræst, get varla gert armbeygju!
#
50. Því miður er engin spurning númer fimmtíu...
#
51. Trúir þú á karma?
Ég veit nú eiginlega ekki hvað það er... en ég trúi á álfa ;)
#
52. Hefurðu komið til Las Vegas?
Nei og hef heldur engan áhuga á því, hef annað og betra við mína peninga að gera.
#
53. Hvað ertu búin/n að gera í dag?
Vaknaði klukkan 07:48, tók mig til, fór í vinnuna, vann frá 10-17:15, kom heim, settist fyrir framan tölvuna, borðaði, settist aftur fyrir framan tölvuna og sit þar enn... Ætla svo að fara í háttinn á slaginu 22 því ég þarf að mæta í vinnuna klukkan 7 í fyrramálið.
#
54. Finnst þér gaman að tala stanslaust?
Ég tek nú alveg mín köst sko :) En finnst líka voða gott að sitja bara og þegja.
#
55. Hefurðu komið til New York?
Nei takk.
#
56. Engin spurning.
#
57. Heldur engin spurning.
#
58. Áttu þér þína uppáhaldsteiknimyndapersónu?
Pálína Pálína fremst á meðal jafningja, Pálína já hún er alveg einstööök!!!
#
59. Hvað var það seinasta sem þú eldaðir?
Ég elda ekki, fyrir utan Royalbúðing og tilbúnar fiskibollur úr Netto... En ég bakaði hins vegar Sjónvarpssköku með Hildi Evu um daginn, mikið rohosalega var hún góð!
#
60. Það er því miður engin spurning númer sextíu, skæl :'(
#
61. Hvenær varstu seinast veik/ur?
Látum okkur nú sjá, fékk heiftarlega flensu rétt fyrir samræmduprófin í 10. bekk árið 2003, fékk svo smá flenskuskít árið 2005 þegar ég hélt að þolið væri dottið niður og fór af fúsum og frjálsum vilja í kirkjutröppuhlaup í kulda... og varð veik, því í ljós kom að það var víst ekki þolið sem gerði það að verkum að ég var búin að vera þreytt og sljó undanfarna daga, heldur var það byrjunin á flensunni, vúps :/ Og ég hef ekki orðið veik síðan þá, fyrir utan smá kvef annað slagið.
#
62. Heldurðu að einhver annar muni svara þessum spurningum?
Kannski, það er öllum frjálst að stela þessari glæsilegu þýðingu minni ;)
#
63. Hvað hefur ást með það að gera? (What's love got to do with it?)
Alveg slatta sko.

En nú verð ég að fara að sofa, klára þennan lista seinna! Góða nótt, bestu kveðjur, Anna hin þreytta.

Engin ummæli: