Júbbs, örstutt blogg.
Ég er öll að hressast, en ég var einmitt veik frá miðvikudeginum í seinustu viku og fram á mánudag. Ógurlega gaman skal ég ykkur segja, og uppáhaldið mitt er náttúrulega þegar ég rauk allt í einu upp í svo miklum hita á fimmtudaginn að ég lá bara í rúminu og komst hvorki lönd né strönd því það var hreinilega að líða yfir mig. Það sem þó bjargaði mér (þurfti svo agalega mikið að pissa nefnilega) var að hann Baldvin minn hafði skilið eftir hálfa kókflösku hérna hjá mér í byrjun mánaðarins og var flaskan atarna ennþá uppi í hillu svo ég taldi upp að fimm, stökk fram úr rúminu og greip í flöskuna, lyppaðist aftur í rúmið og lá svo bara á þambinu. Skömmu síðar gekk ég eins og hreystimenni (eða þannig) fram á klósett og náði að pissa og þamba vatn. Skreið svo aftur upp í rúm og var með hita næstu þrjá dagana. Stuð.
Mætti svo í vinnuna í gær (þriðjudag) og heimtaði að fá að sitja á kassanum (ennþá eilítið tuskuleg), og var merkilegt nokk ansi endurnærð eftir þessa veikindadaga mína. Allavega gat ég ekki annað en brosað útað eyrum þegar ég opnaði kassann og fyrsti fastakúnninn (eldri kona) kom hljópandi til mín og sagði svo hvein í "IHHHH hefurðu smakkað þennan lakkrís!!! Ohohoh, bara fimm krónur! FIMM KRÓNUR!!! IHHH hvað hann er góður, híhíhí. Keypti fullt í gær og ennþá meira í dag! IHHH hann verðurðu að prófa". Haha, sumir kúnnarnir eru bara svo kostulegir, og ekki finnst fastakúnnunum leiðinlegt að spjalla við mig, því ég er nú oft á tíðum ansi skrafhreifin og hika ekki við að biðja kúnnana um uppskriftir og allskonar á milli þess sem ég segi ýkjusögur af Íslandi og brandara hægri-vinstri...
Annars sé ég fram á skemmilega helgi núna um helgina. Jájájá :D
Verð að þjóta, bestu kveðjur, Anna Netto
miðvikudagur, nóvember 28, 2007
Alveg að koma jól bara!
...sagði
Anna Bj.
-
miðvikudagur, nóvember 28, 2007
Flokkur: Danmark
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli