sunnudagur, júní 03, 2007

Hoyr tú tað, tú ungi maður

vilt tú við mær fara,
tú skalt verða mín ørvargarpur
Ormin at forsvara

Ein pósa fyrir þá sem sakna sjálfsmyndanna minna:


Þessi mynd er sem sagt tekin fyrir fjórum dögum síðan. ENTER.
Í gær var ég í vinnunni frá 8:00-18:40. Eftir slíkan dag á maður það skilið að lyfta sér eilítið upp, og skellti ég mér því á tónleika í fríríkinu Kristjaníu með honum Danna frænda. Steig þar fyrst á stokk færeyska metal-bandið Týr og þar eftir Íslendingurinn Pétur Ben. Var kvöldið hið ágætasta í alla staði, og ég er nú staðráðin í því að flytja til Færeyja og læra færeysku. Eða, ég var það allavega þar til mamma sagði mér að það væri alltaf rok og rigning í Færeyjum. ENTER.
En nú verð ég að þjóta, ég er nefnilega að fara út að borða. ENTER.
Ástarkveðjur, Anna sem höndlar ekki færeysk nöfn, sérstaklega ekki þvoglumælt nöfn... ENTER.
MUNA: Læra að segja öll þessi asnalegu fjölskylduorð á dönsku, svo maður lendi ekki í stökustu vandræðum með að útskýra hvernig maður er skyldur ættmennum sínum... og komist helst hjá því að garga upp í eyrað á Færeyingum: "Á Íslandi notum við bara eitt orð fyrir skyldmenni. EITT ORÐ!!! Ekki skrilljón! Bara eitt!!! Skål!".

Engin ummæli: