sunnudagur, maí 27, 2007

Það er ekki leiðum að líkjast!

Nei djók, ekki taka mark á færslunni hér fyrir neðan. Fólkið heima á Grænó skellti sér nefnilega í tæknimálin svo færslan fær að líta dagsins ljós núna í kvöld (já, eða þetta miðnættið).

Fyrst átti ég þó afar skemmtilegt skype-símtal.

Anna: Hæ, heyrirðu í mér?
(Einar stóri bróðir): Ha já, hæ!
Anna: Bíddu, ertu heima á Grænavatni eða?
(Einar): Uh, já, af hverju ætti ég ekki að vera það?
Anna: Æh, bara, því þú býrð náttúrulega á Akureyri og svona.
(Einar): Öhhh...
Anna: En æh, þú veist, það er náttúrulega Hvítasunna og svona, þannig að auðvitað hafið þið [innskot:hann og Sigrún kærasta hans] skroppið heim...
(Einar): Ehh...
Anna: En heyrðu, snilld að þú skulir vera heima. Hérna, mig vantar nefnilega mynd af þér og mömmu. Ég talaði við mömmu áðan og hún veit alveg hvernig myndir þetta eiga að vera. Nennirðu nokkuð að senda mér þær í gegnum msn?
(Einar): En þú átt myndir af mér?
Anna: Nei, þær eru svo eldgamlar og óskírar, mig vantar nýjar!
(Einar): Nei, ég er nýbúinn að senda þér myndir af mér og verðlaunapeningunum!
Anna: Hvaða verðlaunapeningum?
(Einar): Uhh, þið vantaði myndir af mér í kommentakeppni mánaðarins svo ég sendi þér þær?
Anna: ER ÞETTA KRISTINN???
Kristinn: Öhh, já, en ekki hver???
Anna: Æi Guð, ég hélt þú værir Einar! Dísús, þú býrð nottla ekkert inni á Akureyri og mig vantar enga mynd af þér! Nennirðu nokkuð að senda mér mynd af mömmu og Einari...

Já, nú hef ég fengið myndirnar í hendur og get því hermt eftir Elísu frænku (og kærar þakkir til þín Elísa mín fyrir aðganginn!). Og hér er afraksturinn, sem sagt hvaða fræga fólki fjölskyldan mín líkist:

Ég

Kommon, ég veit barasta ekkert hvaða fólk þetta er!


Pabbi

Hoho, pabbi var nú duglegur í boltanum þarna í den, ábyggilega miklu betri en þessi Roy Keane!


Mamma (nærmyndin varð pínu óskír (óskýr?) vegna fjarlægðar á frumeintaki)

Ókei, hver vill ekki eiga svona svala mömmu? Ég meina, hjartaknúsarinn Johnny Depp! Hins vegar grunar mig að hún hafi horft yfir sig af Staupasteini hérna um árið...


Einar

Þúst, ó mæ gad, Josh Hartnett! Get nú ekki sagt að það sé amalegt að eiga bróður sem líkist honum!


Kristinn

Körfuboltakallinn Magic Johnson (var hann ekki annars körfuboltakall?) og fyrrum Westlife söngvarinn Bryan Mcfadden. Kristinn, hættu þessu rugli, hættu í fótbolta og bassaspilerí og skelltu þér í körfó og söng! Þú ert á kolrangri hillu minn kæri...


Friðrik

Ég hef alltaf vitað að litli bróðir minn væri guðdómlegur, hann verður greinilega doltið vinsæll þegar fram líða stundir! Elijah Wood (úr Lord of the Rings) og Leonardo DiCaprio í æsku, gæti nú varla verið betra! Og tjah, svo verður hann náttúrulega forsætisráðherra eins og herra Churchill (var hann ekki annars forsætisráðherra?).


En látum þetta duga í kvöld (sunnudagskvöld), ég ætla svo að skella inn annarri bráðskemmtilegri færslu á morgun!

Ástarkveðjur, Anna sem á flotta fjölskyldu

Engin ummæli: