mánudagur, maí 28, 2007

Det er i dag et vejr et solskinsvejr (Kim Larsen)

Í dag er búið að vera alveg meiriháttar veður hér í Kaupmannahöfn. 20 stiga hiti og skýjað, en samt rosalega bjart. Enda skellti ég mér í tveggja tíma göngutúr út í almenningsgarðinn sem er hérna við hliðina á húsinu mínu. Ég hef oft gengið um þennan feikistóra garð áður (hann er margra kílómetra langur en ekki nema svona 300 metrar á breidd, afar spes) og hef svo sem ekki náð að tengjast þessum garði neinum tilfinningaböndum. En eftir göngutúrinn áðan er ég orðin ástfangin! Grasið var allsstaðar nýslegið og búið að setja upp fleiri tugi marka á risarisastórum túnum (sem sagt búið að búa til einhvera tugi sparkvalla) og allsstaðar fólk í göngutúr og síðan var litla sjoppan sem er þarna stödd í miðjunni alveg pakkfull af fjölskyldufólki að fá sér ís og svo var fullt af fólki að leika sér með fjarstýrða báta á vatninu... Sem sagt ekkert smá næs í svona sumarveðri!


Af mér er annars fátt að frétta. Ég er komin áfram á þrep sex af ellefu í skólanum, þannig að þetta fer bráðum að styttast í annan endann. Sorglegu fréttirnar eru hinsvegar þær, að hann Jan minn kæri verður ekki lengur kennarinn minn (hann er búinn að vera kennarinn minn frá upphafi), heldur mun annar kennari að nafni Jan taka við. En það er allt í lagi, ég held að það sé nú bara hollt og gott að breyta til.


Að öðru leyti er allt enn við sama heygarðshornið. Og þar sem að þetta væri afskaplega tómleg og leiðinleg færsla ef hún færi í birtingu svona, þá ákvað ég að birta nokkrar smellnar myndir af minni kæru fjölskyldu frá því hún var í sumarfríi í Danmörku sumarið 2006. Athugið að ég á ekki heiðurinn af myndatökunni, ég er nú ekki alveg svona hugmyndarík... Að vísu slæðist þarna með ein mynd af mér, en það er bara vegna þess að ég skrapp yfir sundið einn daginn, því ég var náttúrulega stödd í Svíþjóð. Njótið vel!



Jájá, hvaða máli skiptir einn fótur eða svo...


Já, pabbi mátaði þessa líka fínu kórónu. Ekki skrítið þótt dóttirin (ég...) hagi sér eins og prinsessa oft á tíðum... Elton John hélt einkatónleika fyrir mömmu



Mig grunar að Friðrik litli brósi hafi tekið þessa flottu mynd, hann á greinilega framtíðina fyrir sér í myndatökubransanum :)


Kristinn eignaðist nýja vini...
Besta myndin sem fannst af mömmu og pabba


Ég ætla ekki einu sinni að ræða þessa mynd frekar!!! Já ókei, það var rigning með köflum og raki í lofti, látum þetta mál nú niður falla...



Mamma á slæmum degi (Kristinn lét þennan texta fylgja með myndinni, ég ber enga ábyrgð á þessu!)
Og svo var rólað, maður verður víst aldrei of gamall til þess!

Varð bara að setja þessa líka, ekkert smá falleg mynd af mömmu :)


Þessi mynd er tekin heima á Grænavatni nú nýlega. Þarna er Friðrik með nýja hjólið sitt og gamla hjólið sitt, smá stærðarmunur... Það er sko alveg greinilegt að bjartsýnina hef ég frá henni móður minni!

Ég ætlaði nú ekki að þekkja hann Einar stóra bróður minn þegar ég fékk þessa mynd senda! En þarna er hann allavega í vinnunni og eitthvað að pota í Kristinn eins og venjulega þegar þeir bræður hittast...



Og endum þetta á honum Friðriki Páli, sæta 8 ára bróður mínum :)

Jæja, best að fara og skella djúpfrosna lasanjanu í örbylgjuna, á þessum bæ er sko ekki eldað neitt flóknara en það.

Hafið það gott! Bestu kveðjur frá Danmörku, Anna sem þarf að mæta í vinnu á morgun eftir þriggja daga frí, skæl.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Anna mín...ertu farin að sakna fjölskylunnar?? Nei bara svona pæling út af seinustu tveim færslum.