Ein stutt færsla rétt fyrir svefninn.
ÉG ER KOMIN MEÐ VINNU!!! Ég tek við hamingjuóskum í kommentum, blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir ;)
Já, ég er hér með orðin starfsmaður í Netto, klöppum fyrir því! Reyndar er ég ekki starfsmaður í Nettóunum tveimur sem seinasta færsla fjallaði um, heldur er þessi Nettóbúð á Frederiksberg (sem sagt sama keðja, önnur staðsetning).
En maður minn, þetta tók á. Það tók mig tvo heila daga að mana mig upp í það að ganga inn í búðina og sækja um starfið (það var ekki hægt að sækja um skriflega) og eins tók ég þrjá langa göngutúra fyrir utan búðina áður en ég þorði inn... Ég var sem sagt mætt fyrir utan búðina klukkan tíu í morgun en þorði ekki inn fyrr en klukkan hálf tólf, hahaha.
En allt gekk þetta eins og í sögu. Ég fékk að tala við verslunarstjórann, fyllti út heljarinnar blað með upplýsingum um nafn, aldur, skólagöngu, fyrri störf, skónúmer og nafn ömmusystur... Eða kannski ekki alveg, en það tók allavega margar mínútur að fylla þetta blað út. Þegar því verki var lokið var ég tekin í viðtal. Frá því er skemmst að segja að ég kom, sá og sigraði og var ráðin á staðnum. Voru það rosalega margir þættir sem urðu til þess að ég fékk starfið, m.a. góð nærvera, góð meðmæli, fyrri starfsreynsla og persónuleiki. Allt þetta small saman og skaut þá staðreynd að ég tala ekki fullkomna dönsku algjörlega í kaf :)
Þannig að já, á morgun er fyrsti dagurinn í nýrri vinnu. Mitt starfsheiti er "salgsassistent", sem þýðir að ég verð bæði á kassa og í vöruuppfyllingu og svo í öðrum tilfallandi störfum. Það verður nú fróðlegt að sjá hvernig mér mun ganga á kassanum, ég með mína fínu fínu dönsku! Sjitt... Sem betur fer ég með dönsku tölurnar á hreinu. Garg.
En nú verð ég að blása á mér hárið og drífa mig svo í rúmið, ég á að mæta klukkan átta í fyrramálið. Krossið nú öll fingur og hugsið vel til mín á morgun, helst á dönsku takk fyrir takk!
Ástarkveðjur, Anna sem er ekki lengur atvinnulaus :D
miðvikudagur, apríl 11, 2007
Það hlaut að koma að því
...sagði
Anna Bj.
-
miðvikudagur, apríl 11, 2007
Flokkur: Danmark
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli