fimmtudagur, júní 05, 2008

Of heitt

Púha! Nú er hitinn vid tad ad skrída yfir mín mørk, alltaf 20-25 stiga hiti. Ég er reyndar komin med smá lit en tessi hiti hefur svo sannaralega sínu neikvædu hlidar.

1) Tad er ómøgulegt ad sofa á nóttunni tví tad er svo heitt, trátt fyrir ad sofa í stofunni tar sem tad eru galopnar svaladyr og fjórir risastórir gluggar opnir upp á gátt (og tad er sko mikil gátt!) og adeins med sængurver og enga sæng.

2) Tad er ekki hægt ad sofa bara med sængurver og enga sæng, tví madur tarf ad geta vafid sig inn í sængina til tess ad geta sofid, en eins og sagt er í númer 1) tá er of heitt til tess ad sofa med sæng og tví bara alls ekki hægt ad sofa yfirleitt.

3) Í svona miklum hita er naudsynlegt ad drekka mikid yfir daginn, sem veldur tví ad á slaginu 02:50 hverja einustu nótt vakna ég (ef ég hef yfirleitt verid sofandi) og turft ad fara fram úr og pissa. Vegna hita tekur tad um klukkustund ad sofa aftur, ef manni tekst tá ad sofna aftur.

4) Klukkan hálffimm er ordid svo bjart úti ad madur gladvaknar trátt fyrir ad turfa ekki ad vakna fyrr en klukkan sex. Tá hefur madur (ef madur er heppinn) nád 3-5 tíma svefni yfir nóttina. Og sama saga endurtekur sig hverja einustu nótt.

Fyrir tá sem ekki vita, tá sofna ég klukkan 21:00-21:30 á veturna og sef í einum dúr til klukkan 06:00. Oh ég sakna vetrarins...

Annars er fínasti dagur í dag. Vid Peter fórum í brunch í morgun og svo heim ad laga til, tví vid eigum von á gestum í kvøld (tad er Grundlovsdagur í dag og tví frí á mørgum vinnustødum). Nú er ég reyndar ein heima tví Peter er í ræktinni og ætla ég tví ad kúra mig fyrir framan sjónvarpid. Ahh tú ljúfa líf...

Bestu kvedjur úr hitanum, Anna hin sveitta

Engin ummæli: