þriðjudagur, júní 24, 2008

Jahúúú :D

Jæja børnin gód, hvad syngur í ykkur?

Oh, alveg er ég viss um ad sumarid hérna í Køben er búid, núna er ég farin ad sakna vetursins svo madur geti kveikt á kertum og svoleidis, leidinlegt svona millibilsástand.

Annars er nú helst í fréttum hér á bænum ad vid Peter minn erum komin med nýja íbúd! :D Vid fáum hana afhenta núna 1. júlí og spenningurinn er tvílíkur. Íbúdin er stadsett hérna nidri í Kastrup, 300 metrum frá íbúdinni sem vid búum í núna. Tad er nú aldeilis heppilegt, tví tá verdur nú audvelt ad flytja allt dótid okkar. Eda já, allt dótid okkar, tótt tessi íbúd sé ad springa utan af okkur, tá mun dótid tæplegast fylla upp í horn í nýju íbúdinni.

Fyrir tá sem ekki vita, tá er íbúdin sem vid búum í núna svona: 40 fermetrar, ekkert svefnherbergi svo rúmid er í stofunni. Minnsta klósett í heimi tar sem madur getur pissad, burstad í sér tennurnar og verid í sturtu, allt á sama tíma. Fínar svalir og ágætis eldhús. Ekkert skápapláss fyrir draslid mitt svo føtin mín eru øll í tveimur ferdatøskum á gólfinu (tad verdur nú audvelt ad flytja tad tví tad tarf ekkert ad pakka, hahaha) og snyrtidraslid mitt er í gluggakistunni tar sem sólin skín allan daginn, tegar hún skín tad er ad segja. En ljómandi gód og sæt íbúd ef madur er single.

Svo skodudum vid nýju íbúdina okkar í gær og hún verdur svona:
- 86,1 fermetri, 3 herbergja.
- Gott anddyri med gódu plássi fyrir yfirhafnir og skóhillur og spegil og prófast og snøgum og øllu tví sem anddyrir tilheyrir.
- Stofa sem er 26 fermetrar og nóg pláss fyrir risastóran hornsófa og skenk fyrir flatskjáinn og bordstofubord og stóla og bara allt sem manni dettur í hug ad hafa í stofu. Í stofunni eru einnig aldeilis ágætar svalir sem eru adeins stærri en tær sem vid erum med núna.
- Ljómandi fínt svefnherbergi med FRØNSKUM SVØLUM (ohohoh, tad verdur ædi, fyrir tá sem ekki vita tá eru franskar svalir bara dyr og svo grind, tad kemur sem sagt ekkert út heldur er bara hægt ad opna dyrnar og njóta góda vedursins) og svo er rúsínan í pylsuendanum: Fataskápurinn!!! Hann er innbyggdur í vegginn og tetta er ekki bara einhver fataskápur heldur er tetta svona lítid herbergi sem madur gengur inn í :D :D :D Tar er hellings pláss med fram veggjunum fyrir føt og svo efst upp er skápurinn byggdur enn lengra inn í vegginn svo tar er allt heimsins skápapláss fyrir allskonar dót :D Einmitt tad sem mig hefur alltaf dreymt um, mitt eigid fataherbergi :D
- Badherbergi, ekkert risastórt en tó mun stærra en tad sem vid erum med núna. Og ekki nóg med tad, tá er líka badkar tar!!! Tetta er án vafa fyndnasta badkar sem ég hef á ævi minni séd, rosalega stutt á lengdina en alveg fáránlega djúpt. Tad hefur greinilega verid ad nýta plássid, hahaha.
- Eldhúsid er RISASTÓRT midad vid tad sem vid høfum núna, og skápaplássid er gífurlegt. Eini mínusinn er ad eldhúsinnréttingin hefur sennilega verid tar frá tví á midøldum, eda allavega frá tví um sautjánhundrud- og súrkál, og tví ætlum vid seinna ad reyna ad fá leyfi til ad skipta henni út seinna meir og henda einhverjum af øllum tessum skápum, tad er ekki eins og vid séum ad reka 7 manna heimili.
- Kústaskápur, lítill og sætur :)
- Aukaherbergi sem verdur notad undir allt møgulegt. Tad herbergi átti í raun ad vera fata- og snyrtiherbergid mitt, hahaha, en svo fylgdi óvart fataherbergi med íbúdinni svo tetta herbergi verdur bara notad undir eitthvad annad.
- Íbúdin er mjøg opin og bjørt og alveg fullkomin :)

En tad er samt alveg greinilegt ad tad hefur sennilega búid gømul kona tarna í mørg ár eda eitthvad álíka, tví tad er margt sem tarf (eda tess tarf nú kannski ekki, en okkur langar til) ad gera. Fyrir tá sem ekki vita, tá er Peter smidur og hefur mikid verid ad vinna vid ad standsetja íbúdir svo hann hefur reynslu á tessu svidi, hentugt ;) Vid ætlum ad byrja á tví ad skipta út gólflistum og mála dyrakarma. Svo er búid ad mála alla íbúdina nema svefnherbergid svo vid ætlum ad mála tad. Tad er búid ad pússa gólfid, kaupa nýtt klósett og skipta út bordpløtu á eldhúsinnréttingunni svo vid turfum ekki ad hugsa um tad ;) Svo ætlum vid ad setja rennihurd á hluta af anddyrinu og búa til skáp og svo ætlum vid ad mála eitt og annad og reyna ad fá leyfi til tess ad brjóta nidur hillurnar í innangengna fataskápnum og fá ad setja nýjar. Seinna (tegar fjárrád leyfa) ætlum vid ad reyna ad fá leyfi til ad skipta um eldhúsinnréttingu og hurdum.

Svo ad núna verda hlutirnir ad ganga hratt, tví vid ætlum ad losa okkur vid núverandi íbúd 15. júlí og svo ætla ég líka ad segja upp herberginu mínu í Vanløse og skila tví tann 30. júlí. Sem betur fer verdur Peter heima í eina til tvær vikur í byrjun júlí tví hann lendir milli verkefna í vinnunni svo hann getur stússast í tessu øllu saman.

En jæja, núna ætla ég ad hætta tessu bulli, týda tessa færslu fyrir Peter og fara í bad. Svo er ég ekki frá tví ad tad bídi okkar súkkuladikaka...

Hafid tad gott ástarpungarnir mínir :) Bestu kvedjur, Anna hin ofurspennta :)

Engin ummæli: