sunnudagur, ágúst 19, 2007

Jaja man

Jæja, þá er reykingarbannið komið í gildi hér í Baunalandi. Danir eru afar móðgaðir vegna þessa og lesendapistlar allra dagblaða fjalla um að næst verði fólki bannað að leysa vind. Þó fannst mér nú eitthvað lítið bera á þessu reykingarbanni í gærkvöldi á sumum stöðum...

Annars voru reglur gærkvöldsins aðeins tvær:
1. Anna má ekki panta sér eksótíska drykki af barnum
2. Sofie má ekki fá skot

Segjum ekki meira um það mál...

Aðrar fréttir?
Núnú, sjónvarpið mitt suðar ekki lengur og er það afar gleðilegt.
Áðan fór ég út í búð og var næstum því snuðuð um 7 danskar krónur en ég fattaði það.
Lilja mín er að koma til Danmerkur eftir nokkra daga.
Japönsk stelpa sem ég kynntist á umhverfisþingi fyrir tveimur árum ætlar einnig að stoppa hér í Danmörku í nokkra daga, þótt hún nú reyndar að fara í skóla í Svíþjóð.
Ég er latasti bloggari í heimi.


Verð að þjóta! Ástarkveðjur, Anna sem veit núna að maður segir ekki sofaseng heldur sovesofa þegar maður er að tala um svefnsófa...

Engin ummæli: