mánudagur, ágúst 06, 2007

And there we go again

Goddag! Eða god aften, þar sem að klukkan er rétt að renna í tíu.

Nú er sumarfríinu mínu er dönskuskólanum lokið og mætti ég því galvösk í tíma í dag. Nú eftir að hafa fengið að kynnast frelsinu í fjórar vikur get ég ekki hugsað um annað en hvað lífið verður ljúft þegar ég verð búin eftir þrjá mánuði eða svo. Dæs...

Annars var skóladagurinn hinn fínasti. Frímínúturnar voru að sjálfsögðu nýttar í það að spretta á milli stofa og heilsa upp á alla þá sem maður hefur einhvern tímann verið í bekk með áður og var mikil gleði og læti á milli nemenda enda heilar fjórar vikur síðan maður sá þetta fólk seinast. Reyndar tókst mér líka að gera mig að fífli nokkrum sinnum svona eins og vera ber (mundi absolút ekki eftir einum gaurnum sem hafði verið með mér í bekk á þrepi fjögur, játaði óvart ást mína upphátt á myndarlegasta kennaranum (ekki fyrir framan hann samt, hjúkket!) og veifaði til gamals bekkjarfélaga sem var ennþá inni í tíma og kennarinn hans hélt að ég væri að veifa honum (sem sagt kennaranum)...).

Þó verður að segjast alveg eins og er að ég notaði sumarfríið mitt ekki í neitt gáfulegt, enda var ég að vinna óheyrilega mikið (no money, no shoes!). En ég meina hey, þetta sumar verður/var kannski ekki það skemmtilegasta, en það kemur sumar eftir þetta sumar og næsta sumar hér í DK verður magnað, enda verð ég þá búin að koma betur undir mig fótunum fjárhagslega séð, á þá rétt á sumarfríi á launum, verð búin að styrkja félagslegt net mitt ennfrekar og verð búin með dönskuskólann. Svo er bara að vonast eftir góðu veðri og þá verður næsta sumar perfektos!

Annars eru gleðfréttirnar þessa dagana þær að hún Lilja mín yndislega er búin að panta sér flug til Danmark baby núna seinnipart ágúst og ætlar að dvelja hér í Kubenhán í heila viku! Hittir það svo vel á að þá viku verð ég einmitt í heilu helgarfríi og ætli við gerum ekki eitthvað af okkur þá... Hoho, ég hlakka svo til! :D Sumarið er nú ekkert alveg búið sko ;)

En kannski maður hætti þessi bulli og haldi áfram að laga til, er að bíða eftir að þvottavélin klári og ætla svo að skríða upp í rúm...

Góða nótt ljúflingarnir mínir! Bestu kveðjur, Anna sem heitir ekki Ann eins og stóð á einu umslaginu í dag...

Engin ummæli: