miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Go' aften!

Dönskutími. Einn nemandi í einu hélt fyrirlestur fyrir bekkinn og áttu samnemendurnir svo að sjá um að dæma framburð, uppbyggingu og málfræði hjá fyrirlesaranum. Anna átti að fylgjast með framburðinum hjá einum sem talaði ekki neitt afbragðsgóða dönsku og jafnvel alveg fráleita á köflum. En Anna vissi að uppbyggjandi gagnrýni er það sem virkar best og hóf því mál sitt:

"Sko, það sem ég skildi skildi ég geðveikt vel. En það sem ég skildi ekki skildi ég bara alls ekki!"

Og svo dó bekkurinn.

Og ég sem átti að mæta í matarboð í kvöld, snökt. Fjandans skóli...

Engin ummæli: