fimmtudagur, apríl 17, 2008

Helvitis skyr!

Godan daginn! Juju, klukkan er 08:24 og eg er hress og komin a fætur. Her var sko rise (and shine...) fyrst klukkan 5:15 tegar klukkan hja kallinum hringdi og svo aftur klukkan 07:00 tegar klukkan min hringdi og svo aftur klukkan 07:08 tegar Hildur Eva hringdi i mig hress ad vanda og svo klukkan 07:15 tegar klukkan min hringdi aftur og eg akvad ad sofa ekki lengur tvi eg atti ymis verk fyrir hondum.

I dag er fimmtudagur, sem sagt fridagur tvi eg er i frii alla fimmtudaga og a morgun er lika fridagur, tvi ta er Stori bænadagurinn, vuhuu! Ta a madur vist ad borda serstakt braud (sem eg smakkadi einmitt a Stora bænadeginum her i DK arid 2003...), og eg komst ad tvi i gær ad tad braud heitir Hveder. Tad kom sem sagt einn kunninn til min og spurdi hvort vid ættum nokkud Viðar, og eg bara ha? Sem betur fer var tetta einn fastakunni sem er alltaf ad gefa mer uppskriftir og godar hugmyndir i matargerd (eg hika ekki vid ad spyrja kunnana tegar eg sit a kassanum hvad madur noti hitt og tetta i, t.d. kann eg nuna ad bua til supu med heilum beikonklumpum i (ætla einmitt ad profa hana vid fyrsta tækifæri, tetta er svona tomatsupa)) svo eg gerdi mig ekki ad algjoru fifli tegar eg spurdi hvad i oskopunum Viðar væri. Ju, i ljos kom ad tetta er bænabraudid og tad heitir vist hveder eda hvedeknopper. Ta vitid tid tad ;)

I næstu viku ætla eg svo ad baka lagkoku (lagkage). Tad er alveg hrædilegt ad sitja a kassanum og sja alltaf alla vera ad kaupa lagkokubotna og vanillulagkokukrem og hafa aldrei sjalf smakkad svona ekta danska lagkoku. Svo ad i gær eftir vinnu akvad eg nu ad versla sma i Nettobudinni minni, svona fyrst vid erum med hjartalaga lagkokubotna til solu i tessari viku. En ta var nu stora spurningin, hvernig bakar madur eiginlega lagkoku? (Eg helt ad tad væri ekkert mal ad baka svoleidis, bara botnar og vanillukrem og hafdi tess vegna ekki spurt kunnana. En eg sa fljotlega eftir ad hafa lesid a vanillukremspakkann ad kremid væri til tess ad setja ofan a kokuna en ekki a milli botnanna, og ta voru god rad dyr). En malid leystist farsællega, tvi tegar eg stod og deildi ahyggjum minum med einum vinnufelaganum (sem skellihlo tvi hann gat ekki imyndad ser ad tad væri til einhver sem aldrei hefdi smakkad lagkoku) og kvartadi yfir tvi ad vid ættum ekki jardarberjasaft i jardarberjakremid sem stod i uppskrift utan a lagkokubotnunum, ta vatt einn kunni ser ad mer og romsadi ut ur ser miklu snjallari leid til tess ad utbua lagkoku med jardarberjakremi! Hvar væri eg stodd an kunnanna minna...

Nyjustu frettirnar eru svo tær ad hann Peter minn er farinn ad tala islensku. Hann sagdi einmitt fyrstu tveggja orda setninguna sina i gær og eg var jafn stolt og modir barns sem tekur sin fyrstu skref :D Vid satum sem sagt og vorum ad spila olsen olsen (vid erum buin ad troa bradskemmtilegan olsen olsen med tvi ad blanda saman ollum reglunum ur islenska olsen og danska olsen og sitjum tvi oft og spilum) og eg, sem oftar, sat og vann og vann og vann, enda loksins buin ad finna einn sem er oheppnari i spilum en eg og tad finnst mer ekki leidinlegt. Og Peter sat natturulega og blotadi og bolvadi i grid og erg a donsku (For satan da! For helvede! Nu må du kraftedme stoppe!) og eg akvad ad nota tækifærid og kenna honum ad blota a islensku og segja "Helvitis". Og svo satum vid og spiludum meira og sigurgongu minni var hvergi nærri lokid og ta gellur allt i einu i minum "Helvitis skiiir!!!". Og nu hefjast allar islenskar setningar hja honum a helvitis, hann tykist m.a. vera buinn ad troa tad ad tegar hann segir "Helvitis stor bjor" og bankar i bordid, ta eigi eg ad hlaupa fram i eldhus og na i bjor handa honum. Eg held nu sidur! Eg er hins vegar buin ad banna honum ad ganga um gotur Islands i sumar og segja "Helvitis bobbingar"...

Jæja, ta er loksins buid ad opna Islenska sendiradid og eg a hringja aftur eftir korter. Vegabrefid mitt er nefnilega utrunnid og kemst eg tvi hvorki lond ne strond, sem getur nu vart talist gafulegt fyrir ferdalog sumarsins.

En nu ætla eg ad fara og sauma ut, hringja svo aftur i sendiradid og bida eftir ad Hildur min kæra risi ur rekkju (i tridja skipti, tvi hun hringdi i mig klukkan 07:08 og eg hringdi i hana klukkan 08:06 og nu bid eg eftir ad hun vakni og hringi i mig), vid eigum nefnilega hitting i dag.

Eigid godan dag rjomabollurnar minar! Bestu kvedjur, Anna lagkaka.

Engin ummæli: