Og áfram líður tíminn. Það er tekið að vora hér í kóngins Köbenhavn, sláttur hófst í seinustu viku og graslyktin fyllir vitin, allavega hérna niðri í Kastrup því það eru ekkert nema stór tún allt í kring (nei, ég bý ekki út í sveit).
Ég hef svo sem engar fréttir handa ykkur, en það helsta sem búið er að gerast í mínu lífi er að:
- ég varð veik um daginn (fékk Gullfoss og Geysi, vúhú) og var tæpa viku að ná mér eftir þau ósköp.
- ég fór út að borða á fondú-stað ásamt fullt af vinapörum Peters (guð hvað maður er fullorðinn), og eftir það var staðurinn Den glade Gris uppgötvaður!
- ég er búin að vera að vinna alveg í lágmarki undanfarið, fyrst voru náttúrulega páskarnir og svo varð ég veik og svo er búið að raða vöktunum mínum upp á nýtt (og reyndar bæta við nokkrum tímum) á þann hátt að mér finnst ég alltaf vera í fríi og svo núna á föstudaginn er Stóri bænadagurinn, sem sagt frí ;) Sem að er nú aldeilis ágætt.
- ég er himinlifandi yfir að vera búin að fá þvottavél hingað á heimilið, því það er leiðinlegt að nota þvottakjallara og þvottakarfan höndlar ekki meiri þvott. Ástandið er meira að segja svo slæmt, að um daginn þegar Peter ákvað að skella í nokkrar vélar niðri í kjallara, þá átti hann allt í einu fullt af fötum daginn eftir sem ég hafði aldrei séð áður! Jú, hann hafði nú bara ákveðið að grafa neðst í þvottakörfuna svona til tilbreytingar...
- ég fór í Brunch með Hildi, Café Stella klikkar ekki :)
- ég fór í all laglega ferð í Fields með Hildi Evu, þar sem ég náði m.a. annars að fjárfesta í skóm, sokkabuxum, leggings, 9 pörum af sokkum, 11 brókum og eyrnalokkum.
- ég sendi kallinn í fótbolta/bjórdrykkjuferð til Þýskalands eina helgina og notaði tækifærið og gerði vorhreingerningu hér á bæ. Bauð svo Hildi og Ágústu í heimsókn eitt kvöldið og skellti í muffins (úr pakka), kryddköku (úr pakka) og pönnukökur (ekki úr pakka!) og bauð einnig upp á hvítvín (sem stóð inni í ísskáp og starði á okkur, tek það fram að ég átti ekkert í víninu...) og bjór og fleira. Svo var skundað í bæinn á Grísinn glaða.
Og þar hafið þið það!
En núna verð ég að hætta, ætla að sauma pínulítið út áður en ég geri mig klára fyrir vinnuna.
Adiós! Anna bökunarmeistari
mánudagur, apríl 14, 2008
Aber ja
...sagði
Anna Bj.
-
mánudagur, apríl 14, 2008
Flokkur: Danmark
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli