laugardagur, apríl 26, 2008

Broskall

Mikid rosalega er vedrid dejligt! Ég sit hérna inni í sumarføtunum vid opnar svaladyr og er vægast sagt ad stikna. Spurning hvort madur verdi ekki smá sólbrúnn í leidinni?

Já sumarid er ad koma og tví ekki seinna vænna ad panta sér fyrstu utanlandsferd ársins, vúhúú! Júbb, vid Peter erum búin ad panta midana, og dagana 9.-12. maí munum vid heimsækja bestu borg í heimi, nefnilega GAUTABORG!!! Tangad hef ég ekki farid sídan ég var ad vinna tar sumarid 2006. Og vitid tid hvad er enntá betra? VID MUNUM BÚA Á HOTEL GOTHIA TOWERS, JÚHÚÚ!!! :D

Fyrir tá sem ekki vita, tá er tad einmitt akkúrat hótelid tar sem ég var ad vinna 2006, fjøgurra stjørnu háklassa hótel, tad er ekkert minna ;) Og mikid óskaplega verdur gott ad mega loksins vera gestur tar og fá best lyktandi sjampó í heimi (ég sniffadi sjampóid oft á dag tegar ég var tarna...) og mega kasta sér í rúmin og turfa ekki ad hafa pirra sig á tví hvad gestirnir nota mørg handklædi og ad teir turfi nú endilega ad nota kaffibollana líka...

Ég er eins og lítid barn á jólum. Jemundur minn. Vid fljúgum út á føstudagskvøldi (madur tarf náttúrulega ad mæta í vinnuna og svona fyrst) og fljúgum aftur heim á sunnudagskvøldi, svo vid náum tarna ágætis túr. Reyndar veit ég ekki alveg hvad verdur opid af verslunum, enda hvítasunna eda eitthvad álíka, en tad skiptir svo sem ekki mestu máli, mestu máli skiptir ad heimsækja aftur borgina mína og ekki finnst mér leidinlegt ad gista í turnunum mínum elsku elsku. Og nú skulum vid rifja upp nokkrar bloggfærslur.

22. febrúar 2006
"Já, þá er það komið á hreint! Ég er að fara til GAUTABORGAR í sumar að vinna við herbergisþrif á stærsta hótelinu á Norðurlöndunum! Hótelið heitir "Hotel Gothia Towers" (sjá mynd hér) og er alls 23 hæðir, eða 72 metrar á hæð. Í byggingunum eru m.a. 11 svítur, 704 herbergi og 46 ráðstefnusalir svo fátt eitt sé nefnt! Hótelið var byggt árið 2001 og er verið að vinna að því að stækka það upp í 1200 herbergi og verður það þá ekki aðeins stærsta hótelið á Norðurlöndunum heldur stærsta hótelið í allri Evrópu! Haha, ég er eiginlega svolítið fegin að það sé ekki búið að stækka það, þá væri ég að þrífa allan daginn! (O jæja, við skulum nú gera ráð fyrir að það verði einhverjir fleiri en ég ráðnir til ræstinga...)."

11. apríl 2006
"Stundum get ég verið alveg óskaplega forvitin. Eins og t.d. áðan þegar ég fékk lista með þeim Nordjobburum sem munu vera að vinna á sömu deild/hluta (avdelning) Hotel Gothia Towers og ég í sumar. Ég lagðist að sjálfsögðu í persónunjósnir med det samme og gúglaði öllu fólkinu upp. Komst ég að því að 18 Nordjobbarar af þessum 27 eru FINNAR!!! Já takk pent fyrir! Svo eru þarna 3 Svíar, 3 Íslendingar, 2 Danir og 1 Norðmaður. Af þessum rannsóknum mínum dreg ég eftirfarandi ályktun:AÐEINS ÞEIR SEM TALA SÆNSKU VORU RÁÐNIR!!! Jesúsminnallamalla, hjálpi mér allir heilagir! Ég held ég verði virkilega að fara að leggja mig fram við sænskusjálfsnámið, því líklegt er að vinnuveitendur mínir haldi að ég sé seig í sænskunni... Enda tók ég það fram á umsókninni minni að ég kynni alveg hreint sæmilegustu sænsku..."

11. júní 2006
"Annars hef ég ekkert yfir vinnunni að kvarta, annað en að ég verð svo rosalega þreytt í fótunum að ég er alveg ónýt eftir vinnudagana. Og samt á ég alveg geggjað góða skó. En fólk segir að þetta venjist fljótt, og eftir að ég er búin að venjast fótaverkjunum, þá fari ég að finna til í bakinu. Vá ég hlakka til."

14. júní 2006
"Annars var ég nú bara í vinnunni í allan dag. Ég fékk 17 herbergi. Hvert herbergi tekur hálftíma. Vinnudagurinn á að vera 8 klst. You do the math... ;) "

26. júní 2006
"Svo virdist vera sem adeins of margt fólk hafi verid rádid til vinnu á vinnustad mínum tetta sumarid. Satt best ad segja er svo margt fólk ad vinna tar ad tad er svolítid svona happa-glappa hvort madur fái ad vinna eda ekki tessa dagana. Ég er ein af teim heppnu: Ég var ad koma úr fjögurra daga fríi í gaer og fae ad vinna heila trjá daga ádur en ég fer í frí. Sumir Núrjobbarar voru ad koma úr fjögurra daga fríi, fengu ad vinna í dag og eru svo aftur komnir í fjögurra daga frí. Reyndar myndi ég aldrei í lífinu fara ad kvarta yfir of fáum vinnudögum, ónei! En ég gaeti hins vegar vel hugsad mér ad kvarta yfir peningaleysi... "

4. júlí 2006
"En hins vegar er staðreyndin sú að ég ætla annað hvort á ströndina á morgun ("ströndin" samanstendur af klöppum og engum sandi) eða í einhvern listigarð og liggja í sólinni allan daginn með Britney Spears í eyrunum og nesti í hönd. Og þar sem ég er með frekar viðkvæma húð, þá er ég nokkuð viss um að ég þoli ekki sólbað í marga daga í röð, og því ætla ég að halda mig að mestu leyti innandyra í dag.Og já, þið heyrðuð rétt. Britney Spears! En ég meina, halló! Ég hlusta/horfi á MTV allan daginn í vinnunni og er þetta sjálfkrafa afleiðing þess. Ég á t.d. ansi bágt með að grípa mér ekki klósettrúllu í hönd (hljóðneminn, þið skiljið) og dansa og syngja "Oops I did it again" eins hátt og ég get fyrir framan stóru speglana í herbergjunum. Mig grunar nefnilega að einhver gestanna myndi kvarta."

7. júlí 2006
"Og já, pff, ég er nú eiginlega orðin algjör sænskusnillingur! Þegar fólk er farið að skilja mig alveg fullkomlega í síma án þess að þurfa að segja "Hvad säger du?" svona sjö sinnum, þá tel ég það vera merki um stórkostlegar framfarir.Í dag skildi t.d. þvottamaðurinn á hótelinu þetta þegar ég hringdi í hann: "Heijj, der fínns ínga stúra handdukjar úbbe po voníng tolv í vest... taggj so míggje!" ("Där finns inga stora handdukar oppe på våning tolv i West... tack så mycket!"). Reyndar er ég ekki alveg klár á hvort maður segir "úbbe" eða "obbe", en mér finnst skemmtilegra að segja hið fyrrnefnda svo ég held bara áfram að segja "úbbe" þar til ég veit betur. En allavega, þvottamaðurinn kom eftir hálfa mínútu með vagn stútfullann af stúrum handdúkum, ú je!"

10. júlí 2006
"Ég hef ekki oft á ævinni brotið glas, en í gær tókst mér að brjóta tvö. Annað vægast sagt SMASSAÐIST á ganginum á fjórðu hæð í vinnunni (það var ekki gaman að ryksuga það upp, oj) og hitt braut ég hérna heima voða pent. Það var sem sagt tunnburstaglasið hennar Venlu sem brotnaði mjög fallega og fundum við alla bitana nema einn."

1. ágúst 2006
"Annars er fátt að frétta, fyrir utan að ég er orðin einbýlingur aftur. Venla fór aftur til Finnlands í morgun eins og plön gerðu ráð fyrir, enda byrjar skólinn hjá henni eftir tvær vikur. Reyndar skemmdi ég óvart hjá henni flotta planið sem hún ætlaði að hrinda í framkvæmd núna í morgun!
Já, sagan er sú að ég gleymdi símanum mínum óvart í vinnupilsinu mínu á Gothia Towers í gær og uppgötvaði ég það í gærkvöldi að ég væri símalaus og þar með vekjaraklukkulaus með öllu. Fól ég Venlu því það verk að vekja mig núna í morgun, fyrst klukkan sjö, síðan aftur klukkan tuttugu mínútur yfir sjö og í síðasta skiptið klukkan hálf átta, alveg eins og síminn minn er vanur að gera. Frá því er skemmst að segja að ég vaknaði alveg sjálf (eða við umganginn í Venlu) klukkan tíu mínútur í sjö og fór á fætur. Þá varð Venla ekkert smá vonsvikin, enda var hafði hún ætlað sér að öskra "HOUSEKEEPING!!!" af öllum lífs og sálarkröftum, svona í kveðjuskyni!"

3. ágúst 2006
"Vinnudagurinn í dag byrjaði ekkert spes. Ég var á tuttugustu hæð í West, sem sagt Sky herbergi með flóknum míníbar (tveir vodka, tvö whiskey, tvö vín í svörtum umbúðum, eitt rauðvín, eitt hvítvín, tvær kókakóla, einn appelsínu Schweppes, einn öðruvísi Schweppes, tveir bjórar, ein dós salthnetur, ein dós kasjúhnetur, ein dós nammi, eitt kolsýrt vatn, tvö lítil áfengisglös, tvö venjuleg glös og tvö rauðvínsglös), flóknu baðherbergisdóti (tvö sjampó, tvær hárnæringar, tvö bodylotion, tvö skópúss, tvær sturtuhúfur, tveir pakkar með eyrnapinnum og bómull, tvö saumasett og tvær sápur) og í hverju herbergi á að finna morgunsloppa og inniskó, flösku af "himnesku vatni" og tvö Toblerone."

20. ágúst 2006
"JESS, ég er búin með síðasta daginn í vinnunni!Ég ætlaði nú samt varla að komast í gegnum daginn. Sunnudagar eru alveg skelfilegir dagar, enda allir gestirnir að fara sem þýðir alþrif á öllum herbergjunum. Ó svei.Síðustu 5 herbergin voru sérlega erfið, því þá fann ég virkilega hvernig öll vinnuþreyta sumarsins flæddi yfir mig: Endalaus hlaup fram og aftur um hótelgangana, þungir vagnar, rúmfataskiptingar á fleiri hundruð rúmum, stigahlaup þegar báðar lyfturnar voru í notkun, löng ganga í matsalinn, að þurfa að tala 2-4 tungumál á dag, þungir handklæðabunkar, að þurfa að ryksuga undan rúmunum, að þurfa að færa til húsgögn, að þurfa að bograst yfir baðkörunum, að þurfa að flýta sér óendanlega mikið, að leita að týndum hlutum s.s. baðsloppum og auka kaffibollum, að þurfa að eyða síðustu orkudropunum í að fylla á vagninn fyrir næsta dag... [...]
Jájá. En þetta hófst nú allt saman að lokum og ég táraðist næstum þegar ég þurfti að skila öllum mínum skrilljón lyklum. Ætlaði svo enganveginn að komast út úr hótelinu, enda lyklalaus með öllu, en tókst það þó með því að taka einhverja lyftu eitthvert og ganga síðan út um aðalinnganginn... Mér varð þá hugsað til þess að þetta var í bara annað skiptið sem ég kom þangað, en þangað hafði ég einmitt komið fyrsta daginn minn, allslaus og vitlaus með öllu og kunni ekki stakt orð í sænskri tungu. Í þetta skiptið gekk ég út, með tvö Toblerone að skilnaðargjöf, pró í hótelberbergjaþrifum og blaðrandi sænsku hægri vinstri :)"


Upprifjun lokid. Jæja, best ad fara ad gera eitthvad, er buin ad sitja ansi mikid a minum allra heilagasta rassi í dag, enda var djammid í gær ansi villt og svo var rise and shine eldsnemma í morgun. Púff.

Vid heyrumst ástarpungarnir mínir! Bestu kvedjur, Anna Dammsuga

Engin ummæli: