Jæja góðir hálsar, ný færsla stútfull af engum fréttum!
Ég vil byrja á því að þakka Elísu fyrir að hafa heimtað nýtt blogg, ég var farin að halda að enginn saknaði mín.
Eina fréttin sem ég hef að færa í dag er að ég er hér með orðin opinber meðlimur facebook. Já, ég læt alltaf undan hópþrýstingi, og það er augljóst mál að myspace er ekki jafn kúl og facebook.
En svo við komum okkur að kjarna málsins þá:
a) megið þið endilega búa ykkur til facebook ef þið eigið ekki svoleiðis nú þegar og adda mér inn hjá ykkur
b) skulum við það hafa það á hreinu að ég fatta ekkert hvað þetta er og út á hvað þetta dót gengur. Allt í einu veit tölvan hverjir eru vinir mínir og hverja ég þekki og svo er fólk alltaf að segja hvernig maður þekkir hvort annað (sé ekki alveg tilganginn í fljótu bragði?) og svo hef ég ekki glóru um hvernig maður talar við fólk þarna, ef maður á þá að gera svoleiðis. Í stuttu máli sagt þá finnst mér gaman að taka persónuleikaprófin en hitt draslið fatta ég ekki.
Fleira var það ekki að sinni. Hafið það gott! Ástarkveðjur, Anna Bókarfés
sunnudagur, mars 02, 2008
Men snälla Pippi!
...sagði
Anna Bj.
-
sunnudagur, mars 02, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli