miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Nú liggur vel á mér (og mér líka)

Gvöð, það er alveg agalegt hvað teljarinn minn hækkar syndsamlega hægt eftir að ég hætti að nenna að blogga, svo ég á engin úrræði önnur en að skella einni færslu á ykkur.

Það er alltaf nóg að gera hér í veldinu. T.d. kom hann Ingi minn í stutta heimsókn hingað í seinustu viku. Hann hafði verið í Svíþjóð og vantaði gistingu á leið sinni til Íslands. Og að sjálfsögðu fékk hann að gista hjá mér (það er bannað að koma til Köben án þess að gista hjá mér því ég er búin að splæsa í svo mörgum vindsængum af öllum stærðum og gerðum!) og var það aldeilis ljómandi gaman :) Við fórum út að borða og allskonar þennan hálfa sólarhring sem hann stoppaði... Reyndar stoppaði hann nú mun lengur en það hérna í Kaupmannahöfn því hann var veðurtepptur í 26 klukkutíma á Kastrup-flugvelli! Og hann gat ekki komið og gist aftur hjá mér því flugið átti alltaf að fara eftir tvo tíma og svo þrjá tíma og svo tvo tíma og svo framvegis. Kræst.
Hann Ingi minn í metrónum á leiðinni á flugvöllinn.
Ég er alltaf svo hress og fersk á morgnana...

Jájá.
Ég og Ingi minn :)
---
Já, lífið gengur sinn vanagang. Fyrir þá sem ekki vita, þá flutti ég að búferlum mínum að hálfu niður til Kastrup (ekki til flugstöðvarinnar samt!) fyrir nokkrum vikum síðan og bý þar að langmestu leiti. Sambúðin hjá okkur Pésa mínum gengur eins og í sögu. Hann var að sjálfsögðu snöggur að aðlaga sig og dreifði (óumbeðinn!) kertastjökum hingað og þangað um íbúðina, svo kaupir hann blóm handa mér í hverri viku til þess að fá lit í stofuna og næsta skref hjá honum er að kaupa "altankasse" eða svona langan blómapott sem á að hanga á svalarhandriðinu hjá honum svo ég geti farið að planta blómum! (Hans hugmynd, ekki mín ;) ). Og haldið þið svo ekki að minn maður hafi gert sér lítið fyrir og gefið mér tíma í klukkutíma andlitsdekur (ansigtsbehandling) fyrir mig og eina vinkonu á morgun! Ég var ekki lengi að hringja í hana Hildi mína og fá hana til þess að koma með mér ;) Ohoho ég hef aldrei prófað svoleiðis áður :)
Niðri í Kastrup er eldað á hverju kvöldi (eða já, Peter eldar og ég kveiki á kertum og dúlla við að gera servíettubrot og svoleiðis) og eitt kvöldið ákváðum við að hafa pönnukökur í eftirmat. Og þá þurfti að sjálfsögðu að prófa að kasta pönnukökunum hátt upp í loftið og grípa aftur með pönnunni...
...og það tókst að sjálfsögðu snilldarvel. Ég tek það fram að ég reyndi ekki þessa kúnst!
Og svo var farið á skauta ásamt fríðu föruneyti. Það liðu samt ekki nema fimm mínútur áður en allir voru orðnir betri en ég á skautum (ég tek það fram að ég lærði á skauta þegar ég var fimm ára en allir hinir á sunnudaginn!).

Peter var búinn að horfa einum of mikið á Varm på is (dönsku útgáfuna af Dancing on Ice) og skellti sér beint í dansinn!

Og svo erum við að sjálfsögðu alltaf að brasa eitthvað. Fórum t.d. í Planetariet (þrívíddarbíó) og út að borða með vinapari núna um helgina og svo erum við með allskonar plön fyrir næstu helgar.
Já, það ætti nú ekki að fara fram hjá neinum hvað (hver...) er mér efst í huga þessa dagana!
---

En nú verð ég að fara og gera eitthvað gáfulegt. Er í fríi á morgun og ætla að taka daginn snemma og skella mér í apótek og fleira dúllerí, og svo förum við Hildur í andlitsdekrið :) Helgarplönin eru í góðum gír, sjónvarpgláp (x-factor) á föstudaginn og tøseaften á laugardaginn og dýragarðurinn á sunnudaginn. Held að maður geti ekki beðið um meira!

Þetta er komið gott. Við hittumst heil! Ástarkveðjur, Anna skellibjalla

(Ég og Peter)

Engin ummæli: