laugardagur, febrúar 02, 2008

Noh mín bara dugleg!

Jahú, blogg númer tvö á tveimur dögum! Þið megið kyssa á mér tærnar núna takk :)

Já, ég er nýkomin heim eftir agalegan vinnudag, 11 tímar, fáááránlegt magn af kúnnum og ég á hlaupum allan tímann að stressast í að halda öllu í kontrol. Vippaði mjólkinni (hef aldrei séð svona mikla mjólk áður!) upp á mettíma (tvisvar sinnum, fyrst um morguninn og svo um miðjan dag), drukknaði í kjöti, líka tvisvar sinnum, skellti mér svo í grænmetið (sem er svo sannarlega ekki stelpustarf en því miður voru engir strákar í vinnunni í dag) og kastaði almennum vörum upp í hillur í miklu offorsi. Fékk svo auðvitað yfirmannslyklana í hausinn (sem ég á nú ekkert að hafa með að gera en fæ þá nú yfirleitt samt *dæs*) og var því í því að redda kassa- og kúnnavandamálum í allan dag. Því að jú, einhver varð að sjá um hlutina meðan allir hinir sátu á kössunum fimm og afgreiddu á 140 km/klst hraða í allan dag. Og svo leit búðin út eins og svínastía eftir lokun svo það tók tvo klukkutíma að laga til og þrífa. Jei.

Ég verð nú eiginlega að játa að ég hálfpartinn sakna tímans þegar maður fékk að sitja á kassanum í friði og ró og slappa af. En lífið er ekki svo ljúft lengur og pressan á að ég fái mér lyklavöld og þar með hinn "stórglæsilega" starfstitil "leder" er orðin ansi mikil frá efstu yfirmönnum, verst bara að ég tek ansi dræmt í þá hugmynd, því ég veit hvað það felur í sér mikið stress alla daga. Svo ég ætla bara að halda áfram að vera óbreyttur starfsmaður með smá lyklaívafi annað slagið og vona að ég fái stundum að tylla mér við kassann, ólíkt seinustu vikum. Púff.

Annars er ég í fríi á morgun (húrra!) og ætla að því tilefni að kenna honum Peter mínum á skauta. Fyrst hann er nú að velja íslenskt já takk á annað borð verður hann að sjálfsögðu að læra allt þetta íslenska. Er svo náttúrulega búin að ljúga því að honum að ég kunni líka að standa á skíðum, en "því miður" eru engar brekkur í Danmörku svo ég get ekki sýnt honum hæfileika mína á því sviði, desværre!

Men nu orkar jag inte mer, ætla að fara að sofa.

Hafið það gott rúsínurassarnir mínir! Bestu kveðjur, Anna Nettosen

Hov hov, verð nú að skella lagi dagsins inn: http://www.youtube.com/watch?v=buzVBu0bR-w Oh ég er svo væmin... ;)

Engin ummæli: