fimmtudagur, janúar 10, 2008

DK igen

Jæja, þá er maður aftur kominn til Danmerkur, klár í slaginn fyrir nýtt ár og ný ævintýri.

Þessir fyrstu dagar hafa að mestu leiti farið í algjöra leti, enda svolítið erfitt að koma sér aftur rútínu eftir þriggja vikna legu á Hótel mömmu. Þó er ég búin að standa við mína pligt og mæta í vinnuna alveg lon og don. Mætti meira að segja í dag, á frídeginum mínum heilaga (er alltaf í fríi á fimmtudögum) en þó gegn því að ég fengi frí á morgun = þriggja daga helgi! Hoho, það verður ljúft. Er þó með einhver plön hér og þar, en við sjáum til hvað verður.

Í dag fékk ég jólagjöf frá vinnunni. Það var einhver alveg agalega fín kaffipressukanna með niðurteljara, skeið og stórri krukku fyrir kaffibaunir. Yfirmaðurinn glotti og sagði að nú YRÐI ég hreinlega að læra að drekka kaffi, sama hvað tautar og raular. Það veit nefnilega alþjóð að ég hef margoft reynt að drekka svona viðbjóð en aldrei tekist að koma niður sopa. Og ég drekk heldur ekki vín. Og borða heldur ekki ólífur. (Þessir þrír hlutir, kaffi, vín og olífur, hanga eitthvað saman var mér sagt um daginn...). Jakk og bjakk.

Ferðalagið til Danmerkur núna seinasta sunnudag gekk aldeilis bærilega. Við Hildur Eva tékkuðum okkur sjálfar inn í Leifsstöð (og það var minna mál en að drekka vatn!) og gellan sem vigtaði töskurnar okkur var í svo agalega góðu skapi að hún horfði framhjá því að ég væri með 8 kíló í yfirvigt í farangri. Og 6 kíló í handfarangri. Svona á að gera þetta ;)

Fór svo og gaf kæró 2 kíló af íslensku nammi (sem var hluti af yfirvigtinni, hinn hlutinn var seríospakkar) og tópaspela. Sá varð harla kátur og sér fram á að sitja að áti fram að páskum, og mér er að sjálfsögðu meinaður aðgangur á meðan því hann er hræddur um að ég éti þetta frá honum. Ég vona samt innilega að honum finnist súkkulaðilakkrísnammið vont (enda hafa Danir aldrei smakkað svoleiðis), en annars sjáumst við bara í júní...

En nú gengur þetta ekki lengur. Laga til í kvöld, brunch með Hildi í fyrramálið og svo bara afslappelsi og hangerí fram á mánudagsmorgun klukkan sjö :)

Hafið það gott rjómabollurnar mínar! Bestu kveðjur, Anna Seríosdóttir

PS. Það dettur inn allsvakalegt myndablogg vonandi núna um helgina, so stay tuned ;)

Engin ummæli: