sunnudagur, janúar 13, 2008

MYNDIR!

Jæja er ekki komið að myndabloggi? Jú ég held það nú! Reyndar þarf ég að fara meira en mánuð aftur í tímann með þessar myndir en það verður bara að hafa það.
#

Þann 8. desember fórum ég, Hildur og Linda á djammið.


Linda, ég og Hildur.

#

Þann 13. desember gisti ég hjá Hildi Evu. Daginn eftir ætlaði hún svo að skutla mér á lestarstöðina í Hörsholm, en þá ákváðum við að fara til Hilleröd í staðinn, því þangað hef ég aldrei komið. En þegar þangað var komið ákváðum við að gera þetta bara almennilega og skella okkur í surprise-heimsókn til Lindu í Frederikssund og gefa henni ís. Úr þessu varð hið skemmtilegasta ferðalag.

Hildur Eva að stilla GPS-inn góða.



Græjan komin á sinn stað.

Einbeitt við aksturinn.
Já svona er ástandið í Danmörku í desember, grænt gras svo langt sem augað eygir!

Svo var gerð smá útsýnispása, agalega fallegt þarna!

Hildur Eva að njóta dýrðarinnar.


All natural beauty! Uppáhaldsmyndin mín af okkur stöllunum :)
Já hann Mosi gamli ;) Sem sagt bíllinn hennar Hildar Evu.
#
Og svo var kominn 15. desember. Mér var boðið á litlu jólin í Karlebo (þar sem Hildur á heima) og fékk að bragða á flæskesteg og ris'alamande (ó hjálp, hvernig á eiginlega að skrifa þetta!). Agalega kósí og gaman að smakka danskan jólamat :) Og svo dugði náttúrulega ekkert annað en að gera sig kláran fyrir djammið...
Eigum við eitthvað að ræða þessa pósu?
Allt að verða klárt!Ég heimta módelsamning ekki seinna en núna! Tyra Banks, hvar ertu? Ég veit þú lest þetta...
Já það verður að taka margar myndir til að vera viss um að ekkert sé að klikka!
Hildur mín, held þú sért að misskilja, við ætluðum nú ekki að hræða strákana í burtu sko...Held við séum skárstar svona!
#
17. desember, flogið til Íslandsins góða.
Mikið agalega var ég fersk ;)
#
4. janúar og tími til þess að djamma með elskunum mínum inni á Akureyri! Eftir smá stopp hjá Einari bró og Sigrúnu fór ég til Baldvins. Þaðan var svo haldið áfram heim til Óla, Stymma og Helga Freys, en þeir mynda glæsilega sambúð. Þar var myndavélin á lofti eins og vera ber...
Ég og Óli minn.
Við aftur, og ég held ég sé að missa brjóstin upp úr bolnum...
Útlitstékk - ég skítféll nú á því prófi!
Ég og Baldvin
Stymmi og Helgi, mér sýnist Helgi þurfa að fá sér gleraugu...

Og hverjir skildu þetta vera?

Jújú, Styrmir og Anna!

Svaka sæt að vanda.
Jájá.
Helgi að pósa eins vel og hann getur

Rembdist eins og rjúpan við staurinn að myndast vel!


Jújú, höfuðbúnaður við hæfi svosem...

Stymmi með spjótið hans Óla. Þess má geta að síðar um kvöldið stakk ég mig á þessu spjóti á vinstri úlnliðnum, það hljóp einhver sýking í sárið svo það graftaði glæsilega í tvo daga og er fyrst að hjaðna núna, rúmri viku eftir stunguna... Það á ekki að leika sér með vopn!

Ég, Stymmi og Baldwin.

Og svo bættist Óli í hópinn.



Helgi var of svalur til að vera með í hópmyndasjálfsmyndatökunni...

Óli að pósa og Baldvin að reyna að trufla...
En Óli er ýmsu vanur og dettur ekki úr hlutverki.


Loksins áttu Óli og Pósan sviðsljósið ein.


Þarna voru sumir búnir að fá sér smá áfengissopa... (Þess má geta að Baldvin og Stymmi eru bræður!).



Harðasta gellan í bænum!
Veit ekki alveg hvað var í gangi á þessari mynd...


Baldvin, Stymmi og Eva.
Og svo var að sjálfsögðu slegist.

Baldvin og Helgi að syngja dúett fyrir Styrmi.


Settu meiri innlifun í þetta þegar Stymmi sýndi engin viðbrögð...


Stuð á Kaffi Ak :)

#

Og svo var kominn 6. desember og tími til þess að halda aftur til Danmerkur. Ingi minn kæri fyrrverandi sambýlingur skutlaði mér og Hildi til Kefló, með smá stoppi á Blönduósi svo ég gæti hitt hana Elínu mína! :D

Ég og Elín Ósk, hrikalega ferskar svona í morgunsárið ;)


Hildur Eva og ég í flugvélinni, það voru gerðar margar tilraunir til þess að ná almennilegri mynd af okkur, en sökum ljótu og þreytu á háu stigi var þetta besta myndin...

#

Já þannig var nú það!

Annars er helgin búin að vera agalega næs, fór í brunch með Hildi á föstudaginn og svo fórum við heim til hennar í kósílegheit, bökuðum pitsu og kjöftuðum eins og okkur tveimur er lagið. Ég gisti hjá henni þá um nóttina, og svo er afgangurinn af helginni búinn að fara í algjöra afslöppun, bíóferð og meira kósí. Ó já :)

En nú verð ég að hætta, ætla að færa mig yfir í rúmið og sauma pínulítið út!

Hafið það gott älsklingarnir mínir :) Bestu kveðjur, Anna hin afslappaða.

Engin ummæli: