laugardagur, september 01, 2007

Copenhagen city

Jú, alltaf nóg að gerast hér í Danmörku! Morguninn byrjaði þó ekki alveg nógu vel. Ég átti að mæta í vinnu klukkan átta, og var því mætt út á lestarstöðina klukkan 7:24, svona eins og vera ber. En nei, vegna tæknilegra bilana GENGU ENGAR S-LESTIR Í BORGINNI! (Ekki "ganga" í bókstaflegri merkingu þó...). Bara alls engar! Overhovedet! Sjitt, og engar nothæfar strætóstoppistöðvar í margra kílómetra radíus. Og það var ekki búið að manna S-lestarstrætóana sem eiga að ganga þegar S-lestirnar bila, svo ég hringdi í yfirmanninn og sagðist vera föst á lestarstöðinni minni og kæmi sennilega frekar mikið of seint í vinnuna, þar sem ég þyrfti að ganga langa leið til þess að finna næstu Metro-lestarstöð. Yfirmaðurinn sagði mér að hringja bara á taxa í boði Netto, sem ég og gerði. "Góðan daginn, þetta er leigubílastöðin blablabla, þér eruð númer 13 í röðinni". Eftir þrjár mínútur var ég ennþá númer þrettán í röðinni og inneignin mín að klárast svo ég prófaði að hringja á aðra stöð. Sama sagan þar. Og svo var inneignin mín búin. Meira sjitt. En ég dó þó ekki ráðalaus og skundaði inn í næsta bakarí og spurði hvort ég mætti nokkuð aðeins nota símann þeirra gegn greiðslu. Ha jújú, 5 kall takk! Svo ég hringdi aftur í yfirmanninn og sagðist þurfa að skunda á næstu metrostöð því það væri engin leið að ná í taxa og svo var ég líka nýbúin að spjalla við einn mann sem var búinn að bíða í 20 mínútur eftir sínum taxa og taxinn hvergi nærri sjáanlegur... Svo ég arkaði af stað. Eftir heilmikið labb (hálftímaleið) og nestistopp í 7-eleven (kommon, hefði ég vitað af þessu labbi hefði ég borðað þrefaldan skammt af morgunmat í staðinn fyrir bara tvöfaldan!) tókst mér að koma bara hálftíma of seint í vinnuna. Þá hafði brauðið komið alltof seint og allar hinar vörurnar alltof snemma og búðin stöppuð af kúnnum (allir nýbúnir að fá útborgað) og allt í stressi. Æði! Sjá frétt um lestarvandamálið hér.
---

En nóg um það. Hér koma nokkrar myndir frá því Lilja var hér í seinustu viku.
Lilja og ég að versla, hojhoj! (Ég veit, ég veit, vitlaus notkun á sögninni "að versla"...).

Í sól og sumaryl á Strikinu :)

Á sunnudeginum var farið í Tívolí! Þar voru öll tækin prófuð nema tvö (sem var ákveðið að slaufa sökum ógleði og almennrar tækjaþreytu) og dagurinn var hinn allraskemmtilegasti. Eftir tívolíferðina var að sjálfsögðu haldið í Kristjaníu að fá sér að borða, svona eins og vera ber :)

Lilja og Snævar
---

En já, mikið óskaplega var gaman að fá hana Lilju mína í heimsókn! Lilja, komdu fljótt aftur :)
---

Núnú, á mánudeginum brunaði ég beint úr vinnunni og út á flugvöll að sækja Yukinu frá Japan. Þar voru miklir fagnaðarfundir og gaman gaman :) Og svo var komið að því að koma flykkinu (ferðatöskunni hennar Yukinu sem var bæði kingsize og í heljarinnar yfirvigt) inn í bæinn. Eftir að hafa dröslað ferlíkinu upp í lest með hálp sterkra manna sem glottu óþarflega mikið að óförum okkar við að reyna að koma töskunni upp tröppurnar í lestina, komumst við loksins í bæinn. Þar tók við heljarinnar svaðilför yfir götur og ofan í polla á leiðinni á gistiheimilið sem var 500 metra frá Aðalbrautarstöðinni. Eftir check-inn og lyftuferð í fyndnustu lyftu í heimi var komið að mér að láta ljós mitt skína og reyna á leiðsögumannahæfileika mína. Fyrst var skundað á Ráðhústorgið, og þá var sumum orðið ansi kalt því þeir föttuðu ekki að það væri kalt í Evrópu (hósthóst) svo ég fórnaði mér og lánaði Yukinu úlpuna mína og stökk svo inn í næstu búð og keypti eitt stykki flíspeysu. Og svo héldum við túrnum áfram.
Það var þó ekki svo kalt að það væri hægt að sleppa því að fá sér heita vöfflu með ís... Eftir ísinn fórum við í Kristjaníu (fjórða skiptið mitt á fimm dögum, geri aðrir betur) sem var með því svalasta sem Yukina hefur séð, hehe. Eftir túrinn í Kristjaníu bauð ég Yukinu út að borða á Jensens böfhouse, þar sem við fengum okkur fáránlega góða og fáránlega stóra hamborgara (minn var kjúklingaborgari, algjört æði!). Yfir matnum fattaði Yukina að hún átti afmæli (20 ára) og við spurðum því þjóninn hvort við fengjum ekki ókeypis eftirrétt, þrátt fyrir að hafa ekki náð að torga borgurunum ;) Eftir heilmikinn rannsóknarleiðangur kom þjónninn svo til baka og tilkynnti okkur leiður að það væri því miður ekkert slíkt í boði, en við gætum svo sem fengið þennan fína fána á borðið hjá okkur í tilefni dagsins, hahaha :P


Yukina með fánann fína.

Eftir matinn var klukkan orðin rúmlega tíu og ég fylgdi Yukinu aftur á gistiheimilið og fór svo heim.

Daginn eftir hitti ég Yukinu á gistiheimilinu klukkan tíu. Við komum töskuskrímslinu í farangurshólf á Aðalbrautarstöðinni og héldum svo í smá skoðunarferð um Nyhavn.
Yukina og ég á Nyhavn, þarna fyrir aftan okkur sést glitta í Óperuhúsið alveg til vinstri.

Og svo þurftum við að drífa okkur til baka og koma okkur út á flugvöll, því Yukina átti flug til GAUTABORGAR klukkan tvö. Já, stelpan er að fara í háskóla þar, flottasta borgin sko :P Og svo var komið að kveðjustund, snökt. En hver veit nema að maður skelli sér bara til Gautaborgar í heimsókn? ;)
---

En já, best að fara og horfa á sjónvarpið!
Ástarkveðjur, Anna hin þreytta sem þarf að vinna á morgun (sunnudegi!).

Engin ummæli: