Úps og æ-æ, ég er víst búin ad vanrækja bloggid adeins meira en gódu hófi gegnir... best ad kippa tví í lidinn rétt sem snöggvast!
Hédan er allt fátt ad frétta, ad vanda. Vid fengum nýja bordstofubordid okkar í dag, vúhú! Vid ákvádum ad kaupa einhvern kall med sem gæti sett bordid saman, og tad tók nú ekki nema 2 tíma, ef vid hefdum reynt tad sjálf hefdi tad verid verkefni næstu ára... En bordid er allavega hörkuflott, pláss fyrir trjá stóla á hvorri hlid og 4-5 stóla á hvorri hlid tegar tad er búid ad stækka tad. Tví midur eigum vid bara 4 stóla í allt...
Svo er fyrirlestrum ad mestu lokid í skólanum og verkefnavinna í fullum gangi. Tess á milli er ég í ræktinni eda teysist um á hjólinu mínu út um allar trissur, skil hreinlega ekki hvernig ég gat lifad af án hjóls! Já nú er sko átakid "í bikiníid fyrir sumarid" hafid og tad stefnir allt í ad tad verdi hörkukroppur sem mun spígspora um strendur Kaupmannahafnar í sumar, í stad tess ad hræda börn og gamalmenni eins og svo oft ádur...
Annars er mest fátt ad frétta. Á föstudaginn er förinni heitid nidur í Drageyri heim til módursystur hans Peters, tar sem öll fjölskyldan hans Peters mun hittast og borda, já, alveg ægilega danskar samlokur... Ég var m.a. send út í búd í dag ad kaupa marga pakka af rúllupylsu, roastbeef, remúladi, steiktan lauk og "sky" (hef ekki glóru um hvad tad er, eitthvad svart hlaup í dollu sem madur smyr ofan á braud) sem vid ætlum ad legga í púkkid. Einnig verdur ýmislegt annad danskt álegg á bodstólnum, og tessu verdur ad sjálfsögdu öllu skellt ofan á rúgbraud... Tess má geta ad ég borda ekki neitt af ofantöldu, nema rúgbraud. En tetta verdur bara spennandi :) Og vid ætlum ad sjálfsögdu ad hjóla ef vedur leyfir, enda ekki nema 7 km hvora leid, sem er ekki neitt fyrir svona hjólagarp eins og mig!
Svo er vorid komid í Kaupmannahöfn, med tilheyrandi kóngulóm... en tær fá nú aldeilis ekki ad búa í neinum vellystingum hjá mér, svo ég er allan daginn annad hvort med ryksugu í hönd eda gargandi á Peter um ad koma og bjarga mér...
Af vinnumálum Peters er ekkert ad frétta, tad er enga vinnu ad fá, og hann heldur áfram ad fá bréf um "Tví midur hefur tú ekki verid valinn, vid fengum nefnilega um 300-400 umsóknir um starfid..." Grínlaust, tad hafa verid yfir 300 manns sem hafa sótt um öll störfin sem hann hefur sótt um. Jájájá.
Hey, svo áttum vid nú eins og hálfs árs afmæli í fyrradag, vid héldum upp á tad fyrir viku sídan, skelltum okkur út ad borda og dansa og allskonar kósílegheit :)
En jæja, heimalærdómurinn kallar...
Vid heyrumst ástarpungarnir mínir!
Bestu kvedjur, Anna panna
miðvikudagur, apríl 08, 2009
Stutt blogg
...sagði
Anna Bj.
-
miðvikudagur, apríl 08, 2009
Flokkur: Danmark
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli