mánudagur, febrúar 09, 2009

Ný færsla, vúhú!

Góda kvöldid kæru lesendur! (Ef tad eru tá einhverjir lesendur eftir, tad virdast allir vera pikkfastir á face-book).

---

Tad hefur alla tíd klætt mig afar illa ad ljúga ad ödru fólki, en ég komst samt ad tví í dag ad tad getur stundum verid brádnaudsynlegt!
---

Ég fór sem sagt í skólann í dag og á leidinni heim kom ég vid í verslun og keypti allskonar álegg á pitsuna sem ég ætladi ad baka handa mér og mínum elskulega seinna um daginn. Hungrid var ad drepa mig og ég ákvad ad kippa med mér súkkuladistykki, sem sagt tvöföldu Daim og ætladi ad geyma helminginn handa honum Peter mínum, enda viss um ad hann yrdi gladur fengi hann slíkt gódgæti. En á leidinni heim gleymdi ég óvart öllu um tad ad geyma annan helminginn og gleypti í mig báda helmingana án tess ad hika. Svo tegar heim var komid átti eftirfarandi samtal sér stad:

---
Peter: Hæ elskan, keyptirdu inn fyrir kvöldmatinn?
Anna: Jább, eitthvad álegg og hveiti og svoleidis.
Peter (æstur): Keyptirdu nokkud eitthvad gotterí? Ég er svo svangur!
Anna: Nei, keypti bara inn fyrir kvöldmatinn... (svo fékk ég ægilegt samviskubit yfir ad vera ad ljúga ad manninum svo ég bætti vid:) Eda jú, ég keypti líka Daim, en ég bordadi tad allt...
Peter: BORDADIRDU TAD???
Anna: Já... ég ætladi samt ad gefa tér helminginn... en tad er samt hugurinn sem gildir, er tad ekki annars?
Peter: Nei tad er sko fjandinn hafi tad ekkert hugurinn sem gildir!!! Höh!!!
Svo sat hann alveg ægilega módgadur í nokkrar mínútur á medan ég fór og skellti vörunum inn í ísskáp. Tegar ég kom til baka inn í stofi átti eftirfarandi samtal sér stad:
Peter: Tú getur ekki bara bordad allt nammid ein. Svona, hérna er Dankortid (debetkortid) mitt, tú bara verdur ad fara út í búd og kaupa handa mér nammi!
Anna: Nei gleymdu tví! Ertu á túr eda?
Peter: Nei en tú bordadir nammid mitt.
Anna: Nei ég nenni ekki, ég tarf ad lesa svo mikid og sjitt hvad tad er kalt úti...
Peter (ægilega vonsvikinn): Ohhh...
Anna: Oh nú fæ ég samviskubit. Svona, ég tek Dankortid titt og skrepp nidur í búd, hvad langar tig í?...

---

Ótrúlegt hvad madur lætur alltaf spila med sig! Lýg tví næst ad ég hafi ekki keypt neitt nammi og tá getur hann ekki klínt sökinni á mig og tá verdur hann sjálfur ad fara út í sjoppu ;)

---

Annars er ég nú búin ad vera almennileg Hausfrau í dag, fyrir utan tad ad hafa skroppid út í sjoppu fyrir kallinn er ég líka búin ad búa til heimabakada pitsu og lofa ad láta renna í heitt bad handa Peter tegar hann kemur heim af fótboltaæfingu á eftir, en hann ákvad ad reima aftur á sig takkaskóna eftir nokkurra ára pásu og býst ég vid ad fá hann kaldan og hrakinn heim, enda skítakuldi úti (samt ekki mínus billjón grádur eins og heima!).

---

Annars er nú lífid bara í nokkurnveginn vanagangi hér, skólinn er byrjadur aftur af fullum krafti og lesálagid er grídarlegt og verdur næstu tvo mánudina. En tad er samt ágætt, tví mér líkar vel vid annarskipulagid í skólanum sem er nokkurn veginn tad sama og á fyrstu önn og verdur sennilega gegnumgangandi næstu annir: Fyrstu tvo mánudina eru margir margir fyrirlestrar og mikid mikid mikid ad lesa (ég tarf ad lesa 60-100 bls. á dag, hvern einasta dag (líka um helgar) til tess ad halda tempói) og svo tekur vid hópverkefnavinna fram í maí. Í júní mun ég svo taka tvo skrifleg heimapróf (annad triggja daga og hitt tíu daga) og svo í lok júní mun ég taka próf úr hópverkefninu. Skidegodt.

---

Hinsvegar er öllu verra ad ástandid versnar og versnar í byggingarbransanum í Danmörku og Peter er núna búinn ad vera atvinnulaus í rétt rúma tvo mánudi, eda sídan í byrjun desember. Verkalýdsfélagid hans sagdi honum fyrir tveimur vikum sídan ad bara gleyma tví ad fá vinnu sem smidur (sem er einmitt hans menntun) og sækja um eitthvad annad. Enda skipta atvinnulausir byggingaridnadarmenn túsundum hérna í Kaupmannahöfn og Peter búinn ad hringja í fleiri fleiri fyrirtæki í hverri viku sídan í desember og honum er allsstadar sagt ad gleyma tessu. En málid er ad tad lítur heldur ekki út fyrir ad hann fái vinnu vid neitt annad í ödrum atvinnugreinum, bædi tví ad umsækjendum um hvert laust starf í Kaupmannahöfn skiptir tugum og líka vegna tess ad verkalýdsfélagid segir ad hann eigi ekki ad fara undir ákvedin tímalaun, tví hann fær tad mikid í atvinnuleysisbætur ad tad myndi ekki borga sig fyrir hann ad fara í ófaglærd störf sem gefa yfirleitt ekki jafn mikid og bæturnar dekka. En hann sækir samt um alveg á fullu, en störfin turfa sem ádur segir bædi ad vera med gott tímakaup (tannig ad tad myndi t.d. aldeilis ekki borga sig fyrir okkur ef ég tæki hann med mér í Nettó, hehe) OG störfin turfa audvitad vekja áhuga Peters, allavega upp ad vissu marki. Tannig ad tad verdur sem sagt ekkert um ferdalög hjá okkur í vor og sumar eins og planid var, en vid ætlum bara ad njóta elsku Danmerkur í stadinn og kannski skella okkur í helgarferd til Svítjódar eda eitthvad slíkt. Verd samt ad bæta tví vid ad vid erum ekki í neinum fjárhagskröggum, enda bædi algjörlega skuldlaus (fyrir utan námslánin mín, hehe) og búum í ódýru húsnædi og erum bædi med gott fjármálavit svo tetta reddast alveg ;)

---

En jæja, best ad skella sér í lesturinn aftur, er ad lesa um hvernig madur les og rýnir teiknimyndasögur á bord vid Andrés önd og Tinna og svoleidis... spennandi ;)

Bestu kvedjur úr kreppunni, Anna dekrari
---

PS. Endum tetta á nokkrum myndum frá litlu-jólunum okkar Peters sem vid héldum tann 20. desember ádur en ég fór til Íslands í jólafrí :)



Lambalærid undirbúid, med rósmarín og hvítlauk nammi namm




"Jólatréd" okkar :) Erum alltaf á leidinni ad reisa jukkuna vid, enda dálítid skökk greyid...


Peter sker lærid




Hyggeligt :) Vid leggjum samt ekki enntá í tad ad brúna kartöflur...



Peter minn


Engin ummæli: