fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Ógöngur

Guten Tag!

Rétt í tessu var ég ad koma heim úr afar spennandi bíltúr. Ég var í skólanum og bekkjarsystir mín hún Lea spurdi hvort mig vantadi ekki far heim, svona fyrst hún væri med bíl í láni tennan dag og vid búum í nágrenni vid hvor adra. Ég var nú ekki lengi ad segja já vid tví, enda adeins hálftíma leid med bíl (meira en klukkutími med lest).

Svo vid hlussudum okkur inn í bílinn og Lea dró fram glæsilegt kort sem hún hafdi prentad af netinu tá um morguninn, enda í fyrsta skipti sem hún keyrir í skólann sem er í Ballerup. Gallinn vid kortid var bara sá, ad tad var ekkert kort heldur bara leidbeiningar á bord vid "keyrdu í 0,7 kílómetra eftir tessum vegi og beygdu tá til vinstri nidur tennan veg". Og enn meiri galli var sá, ad kortid leidbeindi bara leidina heiman frá Leu og í skólann, en ekki øfugt. Og svo sátum vid og ræddum um hvort allar beygjurnar ættu tá ad vera øfugt vid tad sem stædi á kortinu, sem sagt beygja til hægri tegar tad stædi til vinstri og svo framvegis, en komumst ekki ad neinni nidurstødu (treyttar eftir skóladaginn). En vid ákvádum ad vid myndum nú redda tessu og løgdum af stad.

Frá tví er skemmst ad segja ad stundum beygdum vid eins og kortid sagdi og stundum øfugt vid tad sem kortid sagdi og ádur en vid vissum af (og eftir nokkrar kolóløglegar beygjur til ad redda okkur úr ógøngum) tá vorum vid loksins komnar á rétta hradbraut. En bara í vitlausa átt!!! Sjitt, og hvergi hægt ad beygja út af! Vid høfdum nú ekki mikinn áhuga á ad lenda í Hillerød eda Helsingør eda einhverju tadan af verra svo vid fundum seint og um sídir stad tar sem hægt var ad beygja út af hradbrautinni. Tá vorum vid staddar í Gladsaxe sem er nú aldeilis slatta frá Kastrup! Lea fann gamla kortabók í bílnum og stúderadi tad á medan ég skaust inn á bensínstød ad kaupa súkkuladi til ad róa taugarnar og til ad nota sem nesti, svona ef vid kæmumst aldrei aftur heim. Ég sagdi gaurnum á bensínstødinni frá óførum okkar og ég held ad hann sé enntá hlægjandi.

Núnú, en tegar ég kom í bílinn aftur var Lea búin ad grandskoda kortid og eftir ad hafa safnad í okkur kjarki og spæna í okkur súkkuladi tá héldum vid aftur af stad. Í tetta skiptid gekk tad betur og eftir heljarinnar vegaslaufu tá komumst vid aftur inn á hradbrautina (í rétta átt!) og gátum keyrt beina leid nidur til Kastrup. Hálftíma bíltúrinn tók sem sagt rúma tvo tíma...

Tad má alveg segja eins og er ad óheppnin eltir mig tegar tad kemur ad samgøngum. Ég sit føst í metrónum næstum dag hvern vegna bilunar á spori eda vegna vidvørunarbjallna (sem hafa enga ástædu til ad hringja) eda vegna tæknilegra ørdugleika og fastrar hurdar. Svo er S-lestinni oft aflýst og allskonar vesen. En ég toppadi tad nú samt allt um daginn.

Ég var sem sagt uppi í skóla seint ad kveldi ad klippa til stuttmynd. Ég var nú reyndar ekki í mínum skóla heldur Verkfrædiháskólanum sem er skammt frá og er med samstarf vid Álaborgarháskóla. Og tess vegna turfti ég ad taka strætó til tess ad komast í lestina til ad komast heim (get venjulega gengid í lestina, en vegna fjarlægdar tá var æskilegra ad taka strætó). Og tegar ég kom út úr Verkfrædiháskólanum sá ég ad tad var strætó vid strætóskýlid skammt frá skólanum. Ég hljóp eins og fætur togudu ásamt bekkjarsystur minni ad strætónum, dró strætókortid mitt upp í miklum flýti, skellti mér inn í strætóinn og sagdi hátt "HEJ" vid strætóbílstjórann um leid og ég sýndi honum strætókortid mitt. Strætóbílstjórinn horfdi á mig eins og ég væri geimvera og ég stód bara og stardi á móti, hissa á ad hann hvorki segdi hej á móti né liti á strætókortid mitt. Tá hnippti bekkjarsystir mín í mig og sagdi "Heyrdu Anna, ég er ekki viss um ad tetta sé réttur strætó!". Tá tók ég eftir tví ad tessi strætó liti nú eitthvad undarlega út, tetta leit meira út eins og rúta. Ég afsakadi mig ringlud og hrøkkladist út og leit á hlidina á strætónum/rútunni. Tar stód "Jettes Bus"en ekki 350S eins og á ad standa. (Vid nánari athugun á netinu, tá eru Jettes Bus strætóar sem hægt er ad sérpanta fyrir sérstøk tilefni, en alls ekki strætóar sem keyra fyrir almenning í Kaupmannahøfn). Tad hefdi ekki verid neitt sérstaklega fyndid hefdi ég endad í ellilífeyristegaferd til Nordur-Jótlands eda eitthvad álíka... og bekkjarsystir mín er enntá hlægjandi ad mér.

Og svo er ég, Anna Björk Haraldsdóttir, búin ad fá NÝJAN SÍMA!!! Og tid skulud ekki láta ykkur detta tad í hug ad ég hafi keypt hann sjálf! Onei Hemmi minn, minn 5 ára gamli sími dugar enn og tví tími ég ekki ad spreda peningum í nýjan. Heldur er sagan sú, ad hann Peter minn fær nýjan síma á 9 mánada fresti fyrir adeins 1 DKK tví hann er med tannig símnotkunarsamning. Og tad eru nú ekki hvada sími sem er sem tolir tad ad vera í vinnunni hans Peters og augljóst mál ad tessi nýji myndi eydileggjast um leid, og tví fæ ég hann! Vid turfum reyndar ad láta aflæsa honum fyrst en svo ætti hann ad virka :) Fyrir tá sem ekki vita, tá skrifadi ég tetta á bloggid mitt tann 23. maí 2006 tegar ég var ad flytja til Svítjódar:

"Og já, eitt af mínum fyrstu verkum þegar ég kem út er að kaupa mér nýjan síma. Gemsagreyið mitt er víst aðeins farið að eldast með tilheyrandi hrörnun. Í fyrsta lagi er batteríið orðið ansi lélegt. Í öðru lagi sleppir síminn því stundum að sýna nafn þess sem hringir, jafnvel þótt viðkomandi sé í símaskránni hjá mér. Í þriðja lagi sé ég ekki alltaf þegar ég á "missed calls". Í fjórða lagi tekur síminn minn upp á að "blokka" fólk þegar honum sýnist, þ.e. fólk hringir en fær bara sóninn í eyrað, hvað eftir annað. Já, ég veit ekki ennþá hvort síminn svíki mig um smsin mín líka, þannig að ef þið sendið mér sms og ég svara ekki innan 6 klst, þá er ég annað hvort inneignarlaus eða síminn minn er með stæla... "

Og greyid hefur ekkert skánad sídan tá. Ef fólk hringir í mig, tá er alltaf tad fyrsta sem ég segi "Hæ ég er ad verda batteríslaus, svo vid skulum tala hratt". En loksins verdur ekki tørf á tví lengur ;) Hugsa ad ég noti nýja símann í minnst 5 ár, flýtur á medan ekki sekkur...

En jæja, núna verd ég ad drífa mig tví ég ætla ad hitta eina bekkjarsystur á kaffihúsi klukkan sautjánhundrud.

Hafid tad gott! Bestu kvedjur, Anna busy

Engin ummæli: